Faglegt mat eða lukka? II. Viðurkenning og höfnun Bogi Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 08:02 Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun