Faglegt mat eða lukka? III: Tækifæri fyrir löggjafann Bogi Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 08:00 Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar