Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 07:55 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen eru nú í haldi Ísraelsher. Hér er skjáskot úr myndbandi af hermönnum færa þeim samlokur og vatn. Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira