Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 07:55 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen eru nú í haldi Ísraelsher. Hér er skjáskot úr myndbandi af hermönnum færa þeim samlokur og vatn. Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira