„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 13:35 Michael O'Neill fagnar því að Eiður Smári spili ekki með Íslandi á morgun en hann var magnaður í leik á þessum velli fyrir 19 árum. Samsett/Getty Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira