„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:12 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. Ramsey Cardy/Getty Images „Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld. „Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira