„Ég hata að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:22 Fyrirliðinn fékk gult spjald í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld. „Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
„Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira