Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar 12. júní 2025 11:15 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun