Verkin sem ekki tala Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2025 08:00 Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun