Verkin sem ekki tala Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. júní 2025 08:00 Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt. Þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi – það eru vanhugsuð frumvörp ríkisstjórnarinnar sem skila sér seint og illa unnin í þingsal. Við sjáum mál eftir mál sem ekki eru tilbúin. Frumvörp eru lögð fram án samráðs, án kostnaðarmats, án innbyrðis samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Sum þeirra beinlínis stangast á við stefnu flokkanna sem standa að þeim. Samhliða er reynt að mála upp þá mynd að andstaðan við þessi frumvörp sé einungis pólitískir leikir. En það er fjarri lagi. Þetta snýst um gæði, ábyrgð og gegnsæi. Það er ekki hlutverk okkar að klappa þessum málum í gegn þegjandi. Það er ekki af ástæðulausu að Alþingi sé vettvangur lýðræðislegrar umræðu – í stað stimpilpúða. Við ræðum málin vegna þess að fólkið í landinu á það skilið að frumvörp sem snerta líf þess, afkomu og velferð, séu vönduð. Og við eigum ekki að biðjast afsökunar á því að gera kröfur til framkvæmdavaldsins. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin, sem sagðist ætla að láta verkin tala, skuli nú vilja láta umræðuna þagna. Kannski er það af því að verk hennar eru fá, illa undirbúin og oft í andstöðu við eigin stefnu og yfirlýsingar. Þá er auðveldara að beina spjótum sínum að þeim sem spyrja í stað þess að svara fyrir eigin stefnu. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að spyrja, ræða og gagnrýna. Ekki vegna þess að við séum á móti breytingum – heldur vegna þess að við viljum að þær séu skynsamar, ábyrgar og farsælar fyrir þjóðina. Það er hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun