Aðlögun á Austurvelli Heiða Ingimarsdóttir skrifar 14. júní 2025 14:17 „Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna. Þarna var ég búin að vera á þingi í þrjár vikur, búin að flytja jómfrúarræðu, mæta í útvarpsviðtal, skrifa grein og fannst ég vera búin að átta mig á hvernig starfið virkaði. Ég brosti því og sagði á móti „Mér finnst þetta rosalega gaman.“ Fyrir manneskju sem er vön því að vera með mörg járn í eldinum, vilja vera í miklum samskiptum við fólk og lifir frekar hratt, á umhverfið á þingi vel við. Síðan er liðin vika og setningin hefur fylgt mér. Fengið mig til að brosa á stundum en líka hugsa. Stundum er upplifunin hér ekki ólík því að vera á leikskóla eða eiga við leikskólabörn. Ég hef átt þau nokkur og unnið á þremur leikskólum svo ég ætti að þekkja það! Núna á sér stað málþóf á Alþingi. Þar eru hagsmunaöfl að störfum sem eiga fullt í fangi við að koma í veg fyrir að frumvörp sem meirihluti þjóðarinnar vill sjá að komist í gegn. Á meðan minnihlutinn stundar þessa iðju stendur hann í vegi fyrir svo mörgum góðum málum, ekki bara þessu eina stóra sanngirnismáli. Þetta minnir mig samt óneitanlega á það þegar tveggja ára sonur minn vill ekki fara að sofa eða sjá eftir fólki, þá neitar hann að segja ,,góða nótt“ eða kveðja. Hann heldur nefnilega að hann geti tafið hið óumflýjanlega með slíkri hegðun en það kemur að því að hann þarf að fara að sofa eða gestirnir fara og sama mun gerast í þinginu, málin munu fara í gegn. Munurinn er sá að þetta er krúttlegt þegar tveggja ára barnið gerir þetta en þegar fullorðið fólk sem á að starfa í þágu þjóðar fer svona með tíma og peninga er það ekki bara taktlaust heldur alvarlegt mál. Því eins og Grímur, kollegi minn, sagði í ræðustól alþingis á dögunum og við kennum börnunum strax á leikskólastigi þá er það meirihlutinn sem ræður. Það er lýðræði. Ég skil samt að vissu leyti að auðvitað hljóti að svíða að sjá meirihluta sem lætur hlutina gerast með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hluti sem fyrri ríkisstjórn talaði um, sumt í mörg ár, en gerði aldrei. Þá er líka örugglega erfitt að sjá öfl sem þau höfðu mikið fyrir að verja þurfa að lúta sanngjörnum reglum sem hagnast íbúum og innviðum landsins. „Ég er ekki þreytt/ur...“ heyrist trekk í trekk rétt áður en barnahópurinn á leikskóladeildinni fer í hvíld eftir hádegismat. Það breytir því þó ekki að sannleikurinn er sá að þau eru dauðþreytt og sofna flest á innan við 10 mínútum. Maður veltir fyrir sér hvort stjórnarandstaðan trúi því, líkt og börnin, að ef þau segja að ríkistjórnin sé ósamstíga, innan hennar ríki sundrung og svo framvegis að þá verði það satt. Málið er nefnilega að það er jafn fjarri sannleikanum og að börnin finni ekki fyrir þreytu. Eftir að ég byrjaði á þingi hef ég einmitt dáðst að þeirri gleði og hreinlega þeim kærleika sem ríkir innan ríkistjórnarinnar. Fólk vinnur vel saman og í sömu átt. Samstaðan er áþreifanleg og ég er stolt af því að vera hluti af slíkum hópi. Ég held einmitt að samfélagið skynji þessa samstöðu og útskýrir það fylgi ríkistjórnarinnar. Ég var spurð út í þetta um daginn og hafði einmitt orð á því að stjórnin væri frábær blanda fólks sem er með allar tölur, lög og reglur, venjur og ramma á hreinu og svo fólki sem hefði alls konar lífsreynslu og væri tilbúið að berskjalda sig og ræða erfið en mannleg málefni. Þessi ríkisstjórn væri nefnilega þrælklár og með risastórt hjarta. Þá fannst mér það minna ótrúlega á samtal leikskólabarna þegar fjölmiðlamaður hér á göngunum hvíslaði „Þú veist náttúrulega alveg með hverjum ég held....“. Þetta minnti mig á þegar börn eru að setja ofan í við hvert annað og reyna að halda stjórninni innan hópsins og segja hluti eins og „þér er ekki boðið í afmælið mitt“ eða „ég er ekki vinur þinn lengur“. Þetta útskýrir þó skrif og nálgun hjá ákveðnum miðlum og segir manni að sumir mæta langt því frá hlutlausir til leiks í sinni umfjöllun. En ef ég dreg þetta allt saman þá er heilt yfir upplifun mín af þingi góð. Starfið er fjölbreytt og getur verið gefandi. Tafarleikir eru þreytandi, sérstaklega því maður veit að málin komast að lokum í gegn, það er bara leiðinlegt að sjá tímanum svona illa varið því á meðan sitja svo mörg góð mál á hakanum, eins og til dæmis leiðrétting kjara öryrkja, vegaframkvæmdir, úrbætur gagnvart framhaldsskólanemum bæði frí námsgögn og framkvæmdir við verkmenntaskóla og svo mætti lengi telja. Minnihlutinn segir að við þurfum bara að forgangsraða, þetta eru allt mikilvæg mál og ef við bara brettum upp ermarnar og höldum áfram að vinna og hættum þessum leikskólaleikjum þá er vel hægt að klára þetta og almenningur þessa lands fær það sem hann kaus; breytingar og tækifæri fyrir öll. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna. Þarna var ég búin að vera á þingi í þrjár vikur, búin að flytja jómfrúarræðu, mæta í útvarpsviðtal, skrifa grein og fannst ég vera búin að átta mig á hvernig starfið virkaði. Ég brosti því og sagði á móti „Mér finnst þetta rosalega gaman.“ Fyrir manneskju sem er vön því að vera með mörg járn í eldinum, vilja vera í miklum samskiptum við fólk og lifir frekar hratt, á umhverfið á þingi vel við. Síðan er liðin vika og setningin hefur fylgt mér. Fengið mig til að brosa á stundum en líka hugsa. Stundum er upplifunin hér ekki ólík því að vera á leikskóla eða eiga við leikskólabörn. Ég hef átt þau nokkur og unnið á þremur leikskólum svo ég ætti að þekkja það! Núna á sér stað málþóf á Alþingi. Þar eru hagsmunaöfl að störfum sem eiga fullt í fangi við að koma í veg fyrir að frumvörp sem meirihluti þjóðarinnar vill sjá að komist í gegn. Á meðan minnihlutinn stundar þessa iðju stendur hann í vegi fyrir svo mörgum góðum málum, ekki bara þessu eina stóra sanngirnismáli. Þetta minnir mig samt óneitanlega á það þegar tveggja ára sonur minn vill ekki fara að sofa eða sjá eftir fólki, þá neitar hann að segja ,,góða nótt“ eða kveðja. Hann heldur nefnilega að hann geti tafið hið óumflýjanlega með slíkri hegðun en það kemur að því að hann þarf að fara að sofa eða gestirnir fara og sama mun gerast í þinginu, málin munu fara í gegn. Munurinn er sá að þetta er krúttlegt þegar tveggja ára barnið gerir þetta en þegar fullorðið fólk sem á að starfa í þágu þjóðar fer svona með tíma og peninga er það ekki bara taktlaust heldur alvarlegt mál. Því eins og Grímur, kollegi minn, sagði í ræðustól alþingis á dögunum og við kennum börnunum strax á leikskólastigi þá er það meirihlutinn sem ræður. Það er lýðræði. Ég skil samt að vissu leyti að auðvitað hljóti að svíða að sjá meirihluta sem lætur hlutina gerast með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hluti sem fyrri ríkisstjórn talaði um, sumt í mörg ár, en gerði aldrei. Þá er líka örugglega erfitt að sjá öfl sem þau höfðu mikið fyrir að verja þurfa að lúta sanngjörnum reglum sem hagnast íbúum og innviðum landsins. „Ég er ekki þreytt/ur...“ heyrist trekk í trekk rétt áður en barnahópurinn á leikskóladeildinni fer í hvíld eftir hádegismat. Það breytir því þó ekki að sannleikurinn er sá að þau eru dauðþreytt og sofna flest á innan við 10 mínútum. Maður veltir fyrir sér hvort stjórnarandstaðan trúi því, líkt og börnin, að ef þau segja að ríkistjórnin sé ósamstíga, innan hennar ríki sundrung og svo framvegis að þá verði það satt. Málið er nefnilega að það er jafn fjarri sannleikanum og að börnin finni ekki fyrir þreytu. Eftir að ég byrjaði á þingi hef ég einmitt dáðst að þeirri gleði og hreinlega þeim kærleika sem ríkir innan ríkistjórnarinnar. Fólk vinnur vel saman og í sömu átt. Samstaðan er áþreifanleg og ég er stolt af því að vera hluti af slíkum hópi. Ég held einmitt að samfélagið skynji þessa samstöðu og útskýrir það fylgi ríkistjórnarinnar. Ég var spurð út í þetta um daginn og hafði einmitt orð á því að stjórnin væri frábær blanda fólks sem er með allar tölur, lög og reglur, venjur og ramma á hreinu og svo fólki sem hefði alls konar lífsreynslu og væri tilbúið að berskjalda sig og ræða erfið en mannleg málefni. Þessi ríkisstjórn væri nefnilega þrælklár og með risastórt hjarta. Þá fannst mér það minna ótrúlega á samtal leikskólabarna þegar fjölmiðlamaður hér á göngunum hvíslaði „Þú veist náttúrulega alveg með hverjum ég held....“. Þetta minnti mig á þegar börn eru að setja ofan í við hvert annað og reyna að halda stjórninni innan hópsins og segja hluti eins og „þér er ekki boðið í afmælið mitt“ eða „ég er ekki vinur þinn lengur“. Þetta útskýrir þó skrif og nálgun hjá ákveðnum miðlum og segir manni að sumir mæta langt því frá hlutlausir til leiks í sinni umfjöllun. En ef ég dreg þetta allt saman þá er heilt yfir upplifun mín af þingi góð. Starfið er fjölbreytt og getur verið gefandi. Tafarleikir eru þreytandi, sérstaklega því maður veit að málin komast að lokum í gegn, það er bara leiðinlegt að sjá tímanum svona illa varið því á meðan sitja svo mörg góð mál á hakanum, eins og til dæmis leiðrétting kjara öryrkja, vegaframkvæmdir, úrbætur gagnvart framhaldsskólanemum bæði frí námsgögn og framkvæmdir við verkmenntaskóla og svo mætti lengi telja. Minnihlutinn segir að við þurfum bara að forgangsraða, þetta eru allt mikilvæg mál og ef við bara brettum upp ermarnar og höldum áfram að vinna og hættum þessum leikskólaleikjum þá er vel hægt að klára þetta og almenningur þessa lands fær það sem hann kaus; breytingar og tækifæri fyrir öll. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar