„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júní 2025 20:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili. Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili.
Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira