„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júní 2025 20:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili. Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Nokkur stór fíkniefnamál hafa komið upp á landamærunum á Keflavíkurflugvelli nýverið og, fram hefur komið í fréttum að það gæti stefnt í metár hvað varðar innflutt magn ákveðinna fíkniefna. „Ísland er í stóra samhenginu öruggt land, en við sjáum vissulega breytingar og þær eru dálítið stórstígar,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. „Varðandi innflutninginn þá finnst mér maður geta sagt tvennt um það. Það leynir sér auðvitað ekki að það er markaður á Íslandi fyrir þessi efni, en við erum líka að sjá, og það er það bjarta í þessu, að lögreglan á Suðurnesjum er að ná töluverðum árangri. Þetta eru stórar sendingar sem menn hafa verið að taka og ég er að vonast til þess að við séum líka að trappa okkur upp í það að elta það hvaðan efnin koma,“ segir Þorbjörg. Meintum erlendum glæpamönnum oft vísað frá Þá greindi Rúv frá því á dögunum að háttsettir meðlimir Bandidos-samtakanna hafi nýverið verið stöðvaðir á landamærunum og sendir til baka. Málið er ekki einsdæmi. „Lögreglan stöðvaði tvo háttsetta menn í Bandidos og vísaði þeim frá landi. Þetta er afrakstur alþjóðlegrar samvinnu og líka afrakstur þess að hafa úr farþegalistum að moða, að geta greint það hverjir eru að koma hingað til lands.“ „Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn. Dæmi af svipuðu þau eru fleiri, og ég ætla að leyfa mér að segja að þau séu langtum fleiri en rata ekki öll í fjölmiðla. Aftur finnst mér þetta vera vitnisburður um það að sterk lögregla, sem byggir vinnu sína á góðum gögnum og er í sterku alþjóðlegu neti, samstarfi við lögreglu annars staðar frá, hún nær árangri,“ segir Þorbjörg. Í kvöldfréttum Sýnar í gær lýsti hún jafnframt áhyggjum af auknu ofbeldi í garð lögreglumanna og boðar aðgerðir til að bregðast við. Nokkur mál hafa komið upp að undanförnu þar sem lögreglumönnum og jafnvel fjölskyldum þeirra er hótað, þeir beittir ofbeldi, eða skemmdir unnar á eigum þeirra í eða við heimili.
Dómsmál Lögreglumál Landamæri Fíkniefnabrot Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira