Ótækt að íþróttafélögin selji áfengi án leyfis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2025 20:02 Aðeins Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar hafa leyfi til að selja áfengi í húsum sínum en ekkert þeirra er með leyfi fyrir útiveitingum. Fleiri félög selja áfengi á íþróttaviðburðum. Grafík/Heiðar Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur. Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Á málþingi í dag um áfengi og lýðheilsu var stefna stjórnvalda rædd í áfengis- og vímuvörnum og íþróttahreyfingin og forvarnir. Nýkjörinn forseti Íþrótta og Ólympíusambands Íslands var einn þeirra sem var með erindi á málþinginu þar sem hann kom meðal annars inn á áfengissölu á íþróttaviðburðum. Á nýafstöðnu íþróttaþingi var samþykkt að ÍSÍ tæki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það er þörf á því að þétta regluverkið í kringum þetta skerpa svona á þessum helstu atriðum að draga úr sýnileika og aðgengi og við fylgjum svona þeirri staðreynd og þekkingu sem við höfum um það hvernig megi draga úr neyslu í stóra samhengi lýðheilsunnar.“ Willum Þór Þórsson, formaður Íþróttasambands Íslands.Vísir/Anton Þeir sem ætla sér að selja áfengi þurfa rekstrarleyfi eða tækisfærileyfi en sótt er um þau hjá sýslumönnum. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa borist umsóknar frá íþróttafélögunum um slík leyfi. Á lista sem fréttastofa fékk frá embættinu, yfir sautján íþróttafélög, eru aðeins átta með rekstarleyfi og eitt með umsókn í ferli. Félögin átta eru Valur, KR, Breiðablik, FH, Stjarnan, Fram, HK og Haukar. Ekkert þessara átta félaga sem eru með leyfi eru hins vegar með útiveitingaleyfi sem þýðir að ekki má drekka áfengi í stúkunni úti. Dæmi eru um að önnur félög hafi fengið tímabundin leyfi fyrir einstaka viðburði eins og karla- og kvennakvöld og þorrablót, eða að umsóknum einhverra félaga hafi verið hafnað. Þá eru leyfi mismunandi eftir félögum upp á fjölda þeirra sem má afgreiða og hvar í húsunum. Flest leyfanna gilda aðeins fyrir samkomusali og veitinga- og kaffihús og í sumum tilfellum gilda leyfin aðeins fyrir hundrað gesti. Þá eru dæmi um að félög sem eru með engin leyfi séu að selja áfengi á leikjum hjá sér. „Það er auðvitað ótæk og við þurfum auðvitað bara að fara yfir þetta og það er auðvitað meðal annars það sem ákall þingsins er um að fara í þessa vinnu þannig að það sé skýrt hvernig við viljum hafa þetta í tengslum við þessa stóru íþróttaviðburði.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra fagnar því að nýr forseti ÍSÍ sé að skoða málin. „Mér finnast áfengi og íþróttir ekki fara saman því að þarna eru oft börn og þarna er í rauninni verið að normalisera áfengisneyslu og það er engin klisja að það þarf ekkert alltaf að vera vín. Það þarf að skýra reglur og sérstaklega þarf að vernda börn og ungmenni.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent