„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 15:21 Donald Trump Bandaríkjaforstei um borð í Air Force 1 í gær. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. „Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
„Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira