Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir skrifar 22. júní 2025 08:03 Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun