Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 16:54 Dóha, höfuðbrog Katar. Getty Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni. Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð. Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Tansim, ríkismiðill Írana, greinir frá því að Íran hafi hafið „öflugar“ hernaðaraðgerðir í dag til að svara árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran aðfaranótt sunnudags. Fjöldi miðla greindi frá því um kl. 17 í dag að sprengingar heyrðust frá himni yfir Dóha, höfuðborg Katar. Al Jazeera skrifaði enn fremur að blossar hefðu sést á himni yfir borginni. Aðgerðarstjórn Bandaríkjahers rekur herstöð í Katar, nánar til tekið í al-Udeid, sem er suðvestur af Dóha. Katarar lokuðu lofthelgi sinni fyrr í dag þar sem veruleg ógn var talinn á því að Íranir myndu ráðast á herstöðina, að sögn BBC. Stöðin í al-Udeid er ein víggirtasta herstöð Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Íran skaut eldflaugum suður í átt að al-Udeid herstöðinni.Vísir Axios hefur eftir ónafngreindum ráðamanni í Ísrael að tíu eldflaugum hafi verið skotið í átt að Katar og að minnsta kosti einni í átt að Írak. Sendiráð Bandaríkjanna í Katar biðlaði til Bandaríkjamanna þar í landi að leita skjóls fyrr í dag. Utanríkisráðherra Breta bað samlanda sína í Katar um slíkt hið sama. Utanríkisráðuneyti Katar hefur fordæmt árás Írana, sagt hana vera brot á fullveldi og landhelgi landsins. „Við í Katarríki áskiljum okkur rétt til þess að svara [...] þessum blygðunarlausu árásum,“ segir Majed al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins, samkvæmt Al Jazeera. Utanríkisráðuneyti Katar segir enn fremur að loftvarnir landsins hafi skotið írönsku eldflaugarnar niður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íran Bandaríkin Ísrael Katar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira