Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 20:35 „Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandísi er ekki skemmt. Vísir/Samsett Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“ Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“
Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent