Þjóðin stendur með sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 26. júní 2025 12:32 Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júní 2025 fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, kemur skýrt í ljós að þjóðin treystir sjúkraliðum. Yfir 96% landsmanna hafa jákvætt eða mjög jákvætt viðhorf til starfa þeirra og 98% telja þau mikilvægan hluta af heilbrigðiskerfinu. Slíkt traust er ekki gefið, það er áunnið, dag eftir dag í raunverulegu samneyti við fólk í viðkvæmri stöðu. Það er engu líkara en fólk viti í hjarta sínu hverjir halda kerfinu gangandi, þó það sé sjaldan sagt upphátt. Því má spyrja, af hverju speglast þetta traust ekki í stefnumótun, fjárveitingum og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana? Þjónusta sem fer þögult fram Fólk tengir sjúkraliða fyrst og fremst við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, og það er rétt. En veruleikinn er sá að þeir starfa einnig í heimahjúkrun, í geðþjónustu, á göngudeildum og í samfélagsþjónustu. Þar sinna þeir fólki sem þarfnast stuðnings, rútínu, fagmennsku og nærveru, hvort sem um er að ræða fólk sem eldast heima, býr við langvinn veikindi eða glímir við andlega vanlíðan. Á sjúkrahúsum sinna sjúkraliðar fjölbreyttum hjúkrunarverkum. Þeir vinna á bráðadeildum, lyflækninga-, endurhæfinga-, göngu- og geðdeildum. Þeir aðstoða við lyfjagjafir, hreyfingu, hreinlæti og næringu, skrá breytingar á líðan, fylgja meðferðum eftir, taka þátt í teymisvinnu, af öryggi sem byggir á fagþekkingu og reynslu. Sjúkraliðar eru oft fyrsta tenging sjúklings við heilbrigðiskerfið. Það eru þeir sem spyrja hvernig nóttin var, og hlusta á svarið. Þeir eru rútínan sem halda starfseminni gangandi. Á hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar hluti af daglegu lífi fólks. Þeir styðja íbúa við að halda færni, sjálfstæði og reisn. Þeir sjá um máltíðir, hreinlæti, lyfjagjafir og hreyfingu, en líka samveru. Sjúkraliðar þekkja venjur íbúanna, vita hvenær þarf að ræða málin og hvenær nóg er að setjast þegjandi hjá, ef sá tími væri til. Þeir tala við aðstandendur, hjúkrunarfræðinga, lækna og annað fagfólk, og þekkja óskráðar tungur heimilanna. Hjúkrunarheimilin virka einfaldlega ekki án sjúkraliða. Heima hjá fólki Það sem sjaldan sést, en skiptir öllu, er hversu víðtæk og ábyrg heimahjúkrun sjúkraliða er í dag. Þeir bera faglega ábyrgð og meta heilsufar fólks, skrá, greina og taka ákvarðanir um næstu skref. Þeir eru oft eina fagstéttin sem kemur heim til fólks sem býr við flókin veikindi, skerta getu, félagslega einangrun og fá enga aðra þjónustu. Þeir sinna fólki með alvarleg veikindi faglega og yfirvegað, heima. Og sjá þannig um þjónustu sem áður fór fram inni á hjúkrunarheimilum, en nú eru þeir einir í húsi. Ábyrgðin er raunveruleg. Velferð, öryggi og lífsgæði fólks ráðast af mati sjúkraliða og ákvörðunum sem teknar eru á staðnum. Það sem áður var kallað aðstoð er í dag fagleg og sjálfstæð hjúkrun sem krefst dómgreindar, ábyrgðar og ákvarðana og hefur raunveruleg áhrif á líf fólks. Það sem þjóðin veit þarf kerfið að viðurkenna Ef stjórnvöld og stjórnendur vilja virkilega vita hvar grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar liggja, þurfa þau aðeins að horfa á dagskrá sjúkraliða, hvort sem það er á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili eða í heimahúsi. Þar er fagmennska, sjálfstæði og traust.En sérstaklega í heimahjúkrun þarf að upplýsa betur. En þar er ábyrgðin mest og sýnileikinn minnstur. Niðurstöður Gallup sýna að þjóðin skilur mikilvægi starfs sjúkraliða. Fólk ber traust til þeirra sem sinna starfinu. Nú þarf kerfið sjálft, stjórnsýslan, sveitarfélögin og stjórnendur, að endurspegla þetta traust í aðgerðum, í fjárveitingum, í starfsumhverfi og í launastefnu. Traust þjóðarinnar er til staðar, nú þurfum við að tala um það sem sjúkraliðar gera í raun, sérstaklega heima hjá fólki, þar sem enginn sér nema sá sem mætir. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar