Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 10:18 Túvalúar veiða sér fisk í lóni við Kyrrahafseyjarnar. Þær gætu orðið óbyggilegar um miðja öldina vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum. Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum.
Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22