Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2025 09:31 Orri fyririliði og Arnar landsliðsþjálfari fyrir seinni leik Íslands gegn Kósovó Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira