Fótbolti

Opnaði Insta­gram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss

Aron Guðmundsson skrifar
Amanda Jacobsen Andradóttir er mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Þessi gæðamikli leikmaður hefur verið að glíma við sinn skerf af meiðslum og á einum tímapunkti óttaðist hún að EM draumurinn í ár yrði ekki að veruleika fyrir sig.
Amanda Jacobsen Andradóttir er mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Þessi gæðamikli leikmaður hefur verið að glíma við sinn skerf af meiðslum og á einum tímapunkti óttaðist hún að EM draumurinn í ár yrði ekki að veruleika fyrir sig. Vísir/Anton Brink

Þrátt fyrir að vera ung að árum er Amanda Andra­dóttir mætt á sitt annað stór­mót fyrir Ís­lands hönd. Hún var ekki viss um hvort það yrði raunin eftir mikla baráttu við meiðsli og komst að því á sam­félags­miðlum að hún vær á leið á EM í Sviss.

„Þetta er mjög stórt og mjög gaman,“ segir Amanda sem býr að reynslunni sem hún fékk á fyrsta stór­mótinu með Ís­landi. Amanda hefur verið að glíma við meiðsli fyrr á árinu.

„Ég hef verið að eiga við þessi meiðsli síðustu mánuði en núna er ég bara klár að fullu og til­búin í mótið.“

Klippa: Var orðin stressuð en er nú á EM

Baráttan við meiðslin urðu þess valdandi að á einum tíma­punkti taldi hún óvíst hvort EM væri raun­hæfur mögu­leiki fyrir hana.

„Þetta var svolítið skrítið því það var ekki alveg vitað hversu langan tíma það myndi taka mig að komast á rétt skrið aftur. Ég var alveg smá stressuð en hef nýtt tímann vel, verið dug­leg að æfa. Það er bara mjög gott að vera komin hingað.“

Hún frétti af því á sam­félags­miðlum að hún væri í EM hópnum.

„Ég sá það bara á Insta­gram en hafði talað við Þor­stein lands­liðsþjálfara tveimur dögum áður. En sá þetta svo á Insta­gram daginn sem hópurinn var kynntur. Þetta er mjög stórt og ég er mjög spennt fyrir þessu móti.“

Ís­lenska liðið hefur undir­búið sig vel. Fyrst í Serbíu þar sem æft var í miklum hita og spilaður æfingar­leikur við heima­konur í leik sem vannst. Liðið er nú mætt til Thun í Sviss og heldur áfram að æfa og keppa í miklum hita. Amanda metur stemninguna í hópnum góða.

„Við höfum undir­búið okkur mjög vel, höfum tekið góðar æfingar og fundi. Við erum til­búnar í þetta.“

Allt sé til alls hjá liðinu bæði á hótel- og æfinga­svæði.

„Þetta er bara geggjað. Það fer mjög vel um okkur hér.“

Ís­land mætir Finn­landi í fyrsta leik liðanna á EM í Sviss annað kvöld klukkan fjögur að ís­lenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi og gerð góð skil bæði fyrir og eftir leik.


Tengdar fréttir

Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM

Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu.

„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“

Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna.

Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands

Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu.

Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum.

Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM

Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli.

Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf

Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×