Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 13:01 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV. vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“ Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira