„Það er ekki þörf á mér lengur“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 15:32 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira