Sport

Hægt að fá hjóna­bands­sælu á EM

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Einar Gunnarsson sendiherra Íslands í Sviss og bakari á Bread A Porter ánægðir með nýbökuðu hjónabandssæluna.
Einar Gunnarsson sendiherra Íslands í Sviss og bakari á Bread A Porter ánægðir með nýbökuðu hjónabandssæluna. Bern Welcome

Íslendingar sem staddir eru í Sviss fyrir EM kvenna þurfa ekki að leita langt fyrir íslensk góðgæti. Bakarí í Bern hefur tekið upp á því að selja hjónabandssælu fyrir gesti.

„Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Sviss, heimsótti bakaríið Bread A Porter í borginni Bern á dögunum og kenndi bakaranum Patrik Bohnenblust að baka íslenska hjónabandssælu. Hjónabandssælan verður til sölu í bakaríinu 6. júlí næstkomandi þegar Ísland mætir heimaliðinu, Sviss, í Bern.

Hugmyndin er komin frá Patrik en honum datt í hug að fá landsliðin sem leika í Bern til að deila uppskrift að bakkelsi frá heimalandinu. Þannig verður einnig boðið upp á spænskt, ítalskt og portúgalskt bakkelsi í Bern í júlí.“

Þetta stendur á Facebook síðu Utanríkisráðuneytisins. Hægt er að lesa nánar um þetta á heimasíðunni Bern.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×