„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 21:05 Formaður ADHD samtakanna segir löngu vitað að tilvísunum vegna ADHD greininga myndi fjölda. Hann segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Getty Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira