Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:01 Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun