Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar 11. júlí 2025 10:32 Þegar ég las fyrir nokkru að Morgunblaðið væri farið að kalla 71. gr. þingskapa „kjarnorkuákvæði“ var mín fyrsta hugsun að það væri takmörkuð þekking á kjarnorku á þeim bænum. Áróðurinn trompar allt. Þetta ákvæði þingskapa fjallar sem sagt um það að forseti Alþingis eða níu þingmenn geta kallað fram atkvæðagreiðslu um að ljúka umræðu um tiltekið mál. Það er reyndar áskilið að ekki sé hægt að takmarka hana við minni tíma en þrjár klukkustundir. Fyrir áhugafólk er ákvæðið nákvæmlega svona, (aðrir geta hoppað bara beint í millifyrirsögnina): Er þetta nýtt? „Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra.“ Er þetta nýtt? Ákvæðið í 71. gr. þingskapanna er sannarlega ekki nýtt. Þvert á móti er það að stofni til frá 1875 í þeim bráðabirgðaþingsköpum sem Danakonungur lagði fram með stjórnarskránni sem hann færði Íslendingum (einsog það var orðað) sama ár. Þjóðþingið hélt ákvæðinu óbreyttu í þingsköpum sem samþykkt var eftir yfirlegu árið eftir, 1876. Ákvæðið í núverandi mynd er frá 1936 og þá bættist við að óheimilt væri að takmarka umræður með ákvæðinu nema þær hefðu þegar staðið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. Í þingtíðindum má lesa að þingmenn úr öllum eða nær öllum flokkum hafa fært rök fyrir gildi ákvæðisins á síðustu öld. Þeirra á meðal Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra Alþýðuflokksins, Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Framsóknarflokksins, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Benediktssonar eldri og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hvenær hefur 71. gr. verið notuð? Ljóst er af lestri umræðna á Alþingi frá síðustu öld að búist var því að greinin yrði meira notuð en raunin hefur orðið. Það er þó ekki svo að hún hafi ekki verið notuð. Fyrst árið eftir að hún varð til í núverandi mynd, árið 1937 í umræðu um Slíldarverksmiðjur ríkisins. Árið 1947 í umræðu um dýrtíðarráðstafanir (verðbólgu) sem staðið hafði í átta klukkustundir. Árið 1949 í umræðu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu var umræðan takmörkuð við þrjár klukkustundir í upphafi umræðunnar með atkvæðagreiðslu á grundvelli greinarinnar. Árið 1959 í umræðu um fjármálaráðstafanir sem staðið höfðu fram á nótt. Að endingu var greininni beitt árið 1989, einnig að næturlagi, en þá gætti forseti þess ekki að bera tillögu sína undir atkvæði og baðst í kjölfarið afsökunar. Hvernig er þetta í nágrannalöndunum? Öll þjóðþing nágrannaríkja okkar hafa sambærilegar greinar (og okkar er uppruna dönsk). Slíkar greinar eru þó notaðar sjaldan eftir því sem ég kemst næst. Ástæðan er sú að fyrir margt löngu hefur verið tekið á skipulagi þingstarfa þannig að umfjöllun þingsins er skipulögð fram í tímann en ekki frá degi til dags, einsog það hefur verið fram á þennan dag á Alþingi Íslendinga. Það hefur satt best að segja verið merkilegt að kynnast því að vita ekki að kvöldi hvernig dagskrá morgundagsins er líkt og áratuga hefð er fyrir á Alþingi. Þó mætti ætla að þingmenn þyrftu að undirbúa sig vel fyrir mikilsverðar umræður. Allir sem fylgjast með umræðum á þingi vita að í málþófi fer skipulag og innihald veg allrar veraldar og stjórnarandstaðan einokar jafnan ræðustólinn. Hvenær er rétt að beita ákvæðinu? Alþingi hefur verið hikandi að beita þessu ákvæði og kannski hefur það ekki þurft. Það er líklega vegna þess að undir yfirborði þeirra átaka sem jafnan hefur einkennt lokadaga hvers þings þá hefur búið sameiginlegur skilningur á því að þingræðisreglan er sú að stjórnarmeirihlutinn eigi að geta komið sínum málum til atkvæða en stjórnarandstaðan hefur aftur á móti ríkt málfrelsi og getur þannig haft áhrif á framgang mála. Ég kann þess þó engin dæmi að stjórnarandstaðan hafi gefið skýrt til kynna að stöðvaður verði framgangur allra þingmála vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar við eitt mál. Nú er uppi af hálfu stjórnarandstöðu ófrávíkjanleg krafa um að frumvarp um veiðigjöld þurfi að draga til baka eða breyta. Það er ólýðræðislegt. Það er ekki í samræmi við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga. Það er ekki í samræmi við þingræðið. Þetta er staðan nú og því er að mínu mati algjörlega eðlilegt að beita ákvæðinu þótt það hafi ekki verið planið. 71. gr er í núverandi stöðu er eðlilegur hluti þingskapa til að tryggja framgang lýðræðisins frekar en að ógna því á nokkurn hátt enda hefur allt verið reynt áður en til hennar er gripið. Hver verða áhrifin af því að beita 71. gr? Fyrstu áhrifin af því að beita 71. gr. er að Veiðigjaldamálið gengur til atkvæðagreiðslu. Loksins. Vilji þingsins kemur þar með fram. Það mun án efa taka einhvern tíma og kalla á umræðu. Það er eðlilegt. Framhaldið varðandi afgreiðslu annarra mála getur ráðist af frekari viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu eða það verður gripið til þess að skipuleggja frekari þingstörf á grunni þingskapa næstu vikur. Ég hef lýst þeirri skoðun áður að fyrstu kynnin af Alþingi hafa verið góð. Það er hins vegar augljóst að það er mikið verk að vinna í markvissara skipulagi þingstarfa, líkt og innleitt hefur verið á Norðurlöndum og Bretlandi og miklu víðar undanfarin ár og áratugi. Ásýnd Alþingis og virðing ber alltaf hnekki í málþófi og þeim átökum sem því fylgir. Ræður þingmanna sl. öld bera þess merki að það er langt síðan allir hafa gert sér grein fyrir því. Gott væri að ná breiðri samstöðu um að breyta þessu til hins betra. Það væri hægt að gera með því að skipuleggja hverja viku á grundvelli 71. gr. á fundi forseta Alþingis með þingflokksformönnum á hverjum mánudegi. Eða skipuleggja veturinn í heild í í meiri smáatriðum í upphafi hans að norrænni fyrirmynd. Hvorugt hefur eitthvað með kjarnorku að gera heldur myndi fyrst og fremst leiða til betri og markvissari vinnubragða. Hvoru tveggja væri til byltingakenndra bóta og myndi bæta starfsaðstæður þingsins, þingmanna, almennings og fjölmiðla. Allt hefur þetta verið gert og oft fyrir margt löngu í nágrannalöndunum. Allir aðrir vinnustaðir á Íslandi eru líka löngu komnir inn í nútímann að þessu leyti. Þar á meðal borgarstjórn og sveitarstjórnir. Það er löngu kominn tími til þess á Alþingi. Höfundur er þingmaður Reykvíkinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þegar ég las fyrir nokkru að Morgunblaðið væri farið að kalla 71. gr. þingskapa „kjarnorkuákvæði“ var mín fyrsta hugsun að það væri takmörkuð þekking á kjarnorku á þeim bænum. Áróðurinn trompar allt. Þetta ákvæði þingskapa fjallar sem sagt um það að forseti Alþingis eða níu þingmenn geta kallað fram atkvæðagreiðslu um að ljúka umræðu um tiltekið mál. Það er reyndar áskilið að ekki sé hægt að takmarka hana við minni tíma en þrjár klukkustundir. Fyrir áhugafólk er ákvæðið nákvæmlega svona, (aðrir geta hoppað bara beint í millifyrirsögnina): Er þetta nýtt? „Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra.“ Er þetta nýtt? Ákvæðið í 71. gr. þingskapanna er sannarlega ekki nýtt. Þvert á móti er það að stofni til frá 1875 í þeim bráðabirgðaþingsköpum sem Danakonungur lagði fram með stjórnarskránni sem hann færði Íslendingum (einsog það var orðað) sama ár. Þjóðþingið hélt ákvæðinu óbreyttu í þingsköpum sem samþykkt var eftir yfirlegu árið eftir, 1876. Ákvæðið í núverandi mynd er frá 1936 og þá bættist við að óheimilt væri að takmarka umræður með ákvæðinu nema þær hefðu þegar staðið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. Í þingtíðindum má lesa að þingmenn úr öllum eða nær öllum flokkum hafa fært rök fyrir gildi ákvæðisins á síðustu öld. Þeirra á meðal Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra Alþýðuflokksins, Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Framsóknarflokksins, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Benediktssonar eldri og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Hvenær hefur 71. gr. verið notuð? Ljóst er af lestri umræðna á Alþingi frá síðustu öld að búist var því að greinin yrði meira notuð en raunin hefur orðið. Það er þó ekki svo að hún hafi ekki verið notuð. Fyrst árið eftir að hún varð til í núverandi mynd, árið 1937 í umræðu um Slíldarverksmiðjur ríkisins. Árið 1947 í umræðu um dýrtíðarráðstafanir (verðbólgu) sem staðið hafði í átta klukkustundir. Árið 1949 í umræðu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu var umræðan takmörkuð við þrjár klukkustundir í upphafi umræðunnar með atkvæðagreiðslu á grundvelli greinarinnar. Árið 1959 í umræðu um fjármálaráðstafanir sem staðið höfðu fram á nótt. Að endingu var greininni beitt árið 1989, einnig að næturlagi, en þá gætti forseti þess ekki að bera tillögu sína undir atkvæði og baðst í kjölfarið afsökunar. Hvernig er þetta í nágrannalöndunum? Öll þjóðþing nágrannaríkja okkar hafa sambærilegar greinar (og okkar er uppruna dönsk). Slíkar greinar eru þó notaðar sjaldan eftir því sem ég kemst næst. Ástæðan er sú að fyrir margt löngu hefur verið tekið á skipulagi þingstarfa þannig að umfjöllun þingsins er skipulögð fram í tímann en ekki frá degi til dags, einsog það hefur verið fram á þennan dag á Alþingi Íslendinga. Það hefur satt best að segja verið merkilegt að kynnast því að vita ekki að kvöldi hvernig dagskrá morgundagsins er líkt og áratuga hefð er fyrir á Alþingi. Þó mætti ætla að þingmenn þyrftu að undirbúa sig vel fyrir mikilsverðar umræður. Allir sem fylgjast með umræðum á þingi vita að í málþófi fer skipulag og innihald veg allrar veraldar og stjórnarandstaðan einokar jafnan ræðustólinn. Hvenær er rétt að beita ákvæðinu? Alþingi hefur verið hikandi að beita þessu ákvæði og kannski hefur það ekki þurft. Það er líklega vegna þess að undir yfirborði þeirra átaka sem jafnan hefur einkennt lokadaga hvers þings þá hefur búið sameiginlegur skilningur á því að þingræðisreglan er sú að stjórnarmeirihlutinn eigi að geta komið sínum málum til atkvæða en stjórnarandstaðan hefur aftur á móti ríkt málfrelsi og getur þannig haft áhrif á framgang mála. Ég kann þess þó engin dæmi að stjórnarandstaðan hafi gefið skýrt til kynna að stöðvaður verði framgangur allra þingmála vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar við eitt mál. Nú er uppi af hálfu stjórnarandstöðu ófrávíkjanleg krafa um að frumvarp um veiðigjöld þurfi að draga til baka eða breyta. Það er ólýðræðislegt. Það er ekki í samræmi við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga. Það er ekki í samræmi við þingræðið. Þetta er staðan nú og því er að mínu mati algjörlega eðlilegt að beita ákvæðinu þótt það hafi ekki verið planið. 71. gr er í núverandi stöðu er eðlilegur hluti þingskapa til að tryggja framgang lýðræðisins frekar en að ógna því á nokkurn hátt enda hefur allt verið reynt áður en til hennar er gripið. Hver verða áhrifin af því að beita 71. gr? Fyrstu áhrifin af því að beita 71. gr. er að Veiðigjaldamálið gengur til atkvæðagreiðslu. Loksins. Vilji þingsins kemur þar með fram. Það mun án efa taka einhvern tíma og kalla á umræðu. Það er eðlilegt. Framhaldið varðandi afgreiðslu annarra mála getur ráðist af frekari viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu eða það verður gripið til þess að skipuleggja frekari þingstörf á grunni þingskapa næstu vikur. Ég hef lýst þeirri skoðun áður að fyrstu kynnin af Alþingi hafa verið góð. Það er hins vegar augljóst að það er mikið verk að vinna í markvissara skipulagi þingstarfa, líkt og innleitt hefur verið á Norðurlöndum og Bretlandi og miklu víðar undanfarin ár og áratugi. Ásýnd Alþingis og virðing ber alltaf hnekki í málþófi og þeim átökum sem því fylgir. Ræður þingmanna sl. öld bera þess merki að það er langt síðan allir hafa gert sér grein fyrir því. Gott væri að ná breiðri samstöðu um að breyta þessu til hins betra. Það væri hægt að gera með því að skipuleggja hverja viku á grundvelli 71. gr. á fundi forseta Alþingis með þingflokksformönnum á hverjum mánudegi. Eða skipuleggja veturinn í heild í í meiri smáatriðum í upphafi hans að norrænni fyrirmynd. Hvorugt hefur eitthvað með kjarnorku að gera heldur myndi fyrst og fremst leiða til betri og markvissari vinnubragða. Hvoru tveggja væri til byltingakenndra bóta og myndi bæta starfsaðstæður þingsins, þingmanna, almennings og fjölmiðla. Allt hefur þetta verið gert og oft fyrir margt löngu í nágrannalöndunum. Allir aðrir vinnustaðir á Íslandi eru líka löngu komnir inn í nútímann að þessu leyti. Þar á meðal borgarstjórn og sveitarstjórnir. Það er löngu kominn tími til þess á Alþingi. Höfundur er þingmaður Reykvíkinga
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun