Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson og Vilhjálmur Árnason skrifa 13. júlí 2025 16:01 Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun