Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson og Vilhjálmur Árnason skrifa 13. júlí 2025 16:01 Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar