Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir ekki hægt að hunsa alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Arnar Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46