Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar 18. júlí 2025 10:31 Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun