„Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. júlí 2025 19:36 Ljósabekkur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Þörf er á átaki gegn notkun ljósabekkja að sögn húðlæknis sem vill að þeir verði einfaldlega bannaðir. Rannsóknir sýni að bekkirnir valdi fleiri krabbameinum en sígarettur. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“ Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem birtar voru á síðasta ári höfðu 14% ungmenna á aldrinum 15-17 ára farið í ljósabekk síðustu tólf mánuði þar á undan en notkun bekkjanna hér á landi er bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára. Notkun slíkra bekkja er alfarið bönnuð í þremur löndum en yfir 90% af húðkrabbameinum orsakast af útfljólubláum geislum hvort sem það er frá sólinni eða ljósabekkjum. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir augljóst að grípa þurfi inn í. „Þegar við sjáum aukna tíðni á sortuæxlum sem er alveg samfara aukinni tíðni á ljósabekkjanotkun, þá vorum við með fyrstu löndum að banna ljósabekki undir 18 ára. Ég held það sé kominn tími til að alveg að banna þetta,“ sagði Jenna í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Tíu sinnum meiri geislun en frá sólinni Hún segir það varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól og hún hafi þá orðið fyrir skaða. „Á góðum sólardegi eins og var í gær þegar sólin er sem sterkust, að fara í einn ljósatíma þá ertu að fá 10x meiri geislun á 10 mínútum heldur en frá sólinni. Það er alveg klárt að þessi útfljólubláa geislun er skaðleg.“ Jenna segir að þörf sé á átaki heilbrigðisyfirvalda líkt og farið var í um aldamótin þegar tíðni sortuæxla jókst. Hún segir rannsóknir sýna að hjá 97% kvenna sem greinist með sortuæxli sé saga um notkun ljósabekkja. „Rannsóknir sýna að ljósabekkir eru að valda fleiri húðkrabbameinum heldur en sígarettur lungnakrabbameini. Þetta er mjög krabbameinsvaldandi efni. Ef það er ekki hægt að banna þetta þá þarf að setja einhverjar álögur á þetta, tolla eða skatta því þetta er aukið álag á heilbrigðiskerfið.“
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Kvöldfréttir Tengdar fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. 15. júlí 2025 10:23