Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 13:13 George Clooney er áhrifamaður innan Demókrataflokksins og átti stóran þátt í því að Joe Biden dró sig úr framboði. Hunter Biden er hundfúll. Samsett Mynd/Getty/Youtube Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra. Í viðtali við fjölmiðlamanninn og grínistann Andrew Callaghan á YouTube-rásinni Channel 5 drullaði Hunter Biden yfir Clooney og aðra flokksmenn sem gagnrýndu fyrrverandi forsetann opinberlega eftir brösuglega frammistöðu hans í kappræðum við Donald Trump, nú Bandaríkjaforseta, síðasta sumar. „Hann má fokka sér. Hann má fokka sér. Hann má fokka sér og allir í kringum hann,“ sagði Hunter Biden í viðtalinu, sem var birt á mánudag, þegar hann var spurður út þátt Clooneys í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að Biden dró sig úr forsetaframboði og Kamala Harris gerðist forsetaefni Demókrata. Það kann að birtast nokkrum lesendum spánskt fyrir sjónir að Hollywood-leikari hafi getað haft svo mikil áhrif á forsetakosningar í einu stærsta landi heims en auk þess að vera bíóstjarna er George Clooney áhrifamaður innan Demókrataflokksins og hefur skipulagt fjölda fjáröflunarviðburða fyrir flokkinn. Clooney var meðal fyrstu þungavigtarmanna í flokknum til að lýsa því opinberlega yfir að þeir vildu að Biden drægi sig úr framboði vegna slæmrar heilsu og elli. Gerði Clooney það í kjölfar þess að hafa hitt Biden á fjáröflunarviðburði, þar sem Biden kannaðist ekki einu sinni við Clooney þrátt fyrir tæplega tveggja áratuga vinskap þeirra tveggja, eins og atvikinu er lýst í bókinni Original Sin, þar sem blaðamaðurinn Jake Tapper fjallar um kosningabaráttu Bidens. „Ég þarf ekki að vera fokking kurteis,“ hélt Hunter Biden áfram. „Í fyrsta lagi er ég sammála Quentin Tarantino.... Fokking George Clooney er enginn fokking leikari. Hann er fokking, eins og... Ég veit ekki hvað hann er. Hann er vörumerki.“ Í kjölfar yfirlýsinga Clooney í skoðanagrein í New York Times í júní 2024 tóku fleiri í flokknum undir og Biden dró loks framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris varaforseta sem tók við. Clooney þakkaði honum „fyrir að bjarga lýðræðinu enn og aftur“ og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Hvaða rétt hefur þú til að ganga á mann sem hefur gefið 52 ár af fokking lífi sínu til þjónustu við þetta land og ákveða að þú, George Clooney, ætlir að taka heila síðu í fokking New York Times,“ bætir Hunter Biden við í viðtalinu en hann nefndi einnig aðra áberandi persónur í flokknum; David Axelrod og David Plouffe sem stýrðu kosningabaráttu Barack Obama. Sá síðarnefndi sagði jafnvel að Biden hefði „gjörsamlega riðið okkur“ samkvæmt fyrrnefndri bók um kosningabaráttuna. Hunter Biden fékk náðun frá föður sínum af fjölda ákæra á síðustu mánuðum embættistíðar Bidens en hann hefur nýlega komið aftur fram á sjónarsviðið á síðustu vikum til að gagnrýna meðferð Demókrataflokksins á kosningunum. Fleira kom fram í viðtalinu við Callaghan. Til dæmis neitaði Hunter Biden að hafa innbyrt kókaín í Hvíta húsinu og hafnaði því að kókaínpoki sem fannst í Hvíta húsinu 2023 hafi verið sinn. Hann kvaðst hafa verið edrú síðan 2019. Trump sagði í viðtali að pokinn hafi annaðhvort verið í eigu Hunters eða Joe Bidens. Biden kemur einnig í nýjum hlaðvarpsþætti Jaime Harrison, fyrrverandi formanns demókrataflokksins. „Veistu, við munum berjast innbyrðis næstu þrjú ár þar til við finnum forsetaefni. Og þegar við höfum forsetaefni, þá skulum við styðja við það forsetaefni helvíti vel,“ sagði Hunter Biden við Harrison í þættinum At Our Table. Joe Biden Hollywood Forsetakosningar 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. 5. september 2024 16:45 Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Biden náðar son sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. 2. desember 2024 07:40 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Í viðtali við fjölmiðlamanninn og grínistann Andrew Callaghan á YouTube-rásinni Channel 5 drullaði Hunter Biden yfir Clooney og aðra flokksmenn sem gagnrýndu fyrrverandi forsetann opinberlega eftir brösuglega frammistöðu hans í kappræðum við Donald Trump, nú Bandaríkjaforseta, síðasta sumar. „Hann má fokka sér. Hann má fokka sér. Hann má fokka sér og allir í kringum hann,“ sagði Hunter Biden í viðtalinu, sem var birt á mánudag, þegar hann var spurður út þátt Clooneys í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að Biden dró sig úr forsetaframboði og Kamala Harris gerðist forsetaefni Demókrata. Það kann að birtast nokkrum lesendum spánskt fyrir sjónir að Hollywood-leikari hafi getað haft svo mikil áhrif á forsetakosningar í einu stærsta landi heims en auk þess að vera bíóstjarna er George Clooney áhrifamaður innan Demókrataflokksins og hefur skipulagt fjölda fjáröflunarviðburða fyrir flokkinn. Clooney var meðal fyrstu þungavigtarmanna í flokknum til að lýsa því opinberlega yfir að þeir vildu að Biden drægi sig úr framboði vegna slæmrar heilsu og elli. Gerði Clooney það í kjölfar þess að hafa hitt Biden á fjáröflunarviðburði, þar sem Biden kannaðist ekki einu sinni við Clooney þrátt fyrir tæplega tveggja áratuga vinskap þeirra tveggja, eins og atvikinu er lýst í bókinni Original Sin, þar sem blaðamaðurinn Jake Tapper fjallar um kosningabaráttu Bidens. „Ég þarf ekki að vera fokking kurteis,“ hélt Hunter Biden áfram. „Í fyrsta lagi er ég sammála Quentin Tarantino.... Fokking George Clooney er enginn fokking leikari. Hann er fokking, eins og... Ég veit ekki hvað hann er. Hann er vörumerki.“ Í kjölfar yfirlýsinga Clooney í skoðanagrein í New York Times í júní 2024 tóku fleiri í flokknum undir og Biden dró loks framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris varaforseta sem tók við. Clooney þakkaði honum „fyrir að bjarga lýðræðinu enn og aftur“ og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Hvaða rétt hefur þú til að ganga á mann sem hefur gefið 52 ár af fokking lífi sínu til þjónustu við þetta land og ákveða að þú, George Clooney, ætlir að taka heila síðu í fokking New York Times,“ bætir Hunter Biden við í viðtalinu en hann nefndi einnig aðra áberandi persónur í flokknum; David Axelrod og David Plouffe sem stýrðu kosningabaráttu Barack Obama. Sá síðarnefndi sagði jafnvel að Biden hefði „gjörsamlega riðið okkur“ samkvæmt fyrrnefndri bók um kosningabaráttuna. Hunter Biden fékk náðun frá föður sínum af fjölda ákæra á síðustu mánuðum embættistíðar Bidens en hann hefur nýlega komið aftur fram á sjónarsviðið á síðustu vikum til að gagnrýna meðferð Demókrataflokksins á kosningunum. Fleira kom fram í viðtalinu við Callaghan. Til dæmis neitaði Hunter Biden að hafa innbyrt kókaín í Hvíta húsinu og hafnaði því að kókaínpoki sem fannst í Hvíta húsinu 2023 hafi verið sinn. Hann kvaðst hafa verið edrú síðan 2019. Trump sagði í viðtali að pokinn hafi annaðhvort verið í eigu Hunters eða Joe Bidens. Biden kemur einnig í nýjum hlaðvarpsþætti Jaime Harrison, fyrrverandi formanns demókrataflokksins. „Veistu, við munum berjast innbyrðis næstu þrjú ár þar til við finnum forsetaefni. Og þegar við höfum forsetaefni, þá skulum við styðja við það forsetaefni helvíti vel,“ sagði Hunter Biden við Harrison í þættinum At Our Table.
Joe Biden Hollywood Forsetakosningar 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. 5. september 2024 16:45 Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Biden náðar son sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. 2. desember 2024 07:40 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. 5. september 2024 16:45
Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Fyrrverandi uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir að ljúga um margra milljóna dala mútumál tengt úkraínsku orkufyrirtæki og Biden-feðgunum Joe og Hunter. Ásakanir Alexander Smirnov, áðurnefnds uppljóstrara, hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta. 16. febrúar 2024 11:03
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08
Biden náðar son sinn Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. 2. desember 2024 07:40
Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent