Alls 81 barn látist úr hungri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:42 Yfir hundrað hjálparsamtök segja að hungursneyð sé á Gasa. EPA Alls hafa 113 manns látist úr hungri frá upphafi átaka á Gasaströndinni, þar af 81 barn. Fjörutíu manns hafa látist í þessum mánuði en af þeim voru sextán börn. Þetta segir í tölfræði heilbrigðisráðuneytis Hamas um hungursneyð og vannæringu á Gasaströndinni. Þá séu um 260 þúsund börn undir fimm ára aldri sem þurfa á næringu að halda. Matarskorturinn leiðir til þess að allar nauðsynjavörur hafa hækkað gríðarlega í verði. Samkvæmt BBC kostar pakki með 64 bleyjum 640 sikla eða rúmar 23 þúsund krónur. 25 kílógrömm af hveiti kosta þá 414 sikla eða tæpar 68 þúsund krónur og eitt kílógramm af lauk 24 sikla eða tæpar 3400 krónur. Fleiri en þúsund manns hafa látist í árásum á meðan þau voru í matarleit samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar hjálparstöðvar eru á Gasa þar sem íbúar geta fengið eitthvað matarkyns en Bandaríkjamenn sjá um þær. „Í dag borða ég á sjúkrahúsinu. Þegar ég verð betri, mun ég fara aftur að þessum miðstöðvum sama hvað. Ég er sá eini sem aflar matar fyrir fjölskylduna,“ segir Mohammad al-Qedra sem er meðal þeirra sem særst hafa í árásum Ísraela á hjálparstöðvarnar. Hjálparsamtökin UNRWA segjast þá vera með sex þúsund vörubíla af mat, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum sem standa í bæði Jórdaníu og Egyptalandi. Þau geti ekki afhent íbúum Gasa nauðsynjavörurnar þar sem Ísraelsher komi í veg fyrir það. Herinn neitar hins vegar að hann komi í veg fyrir sendingarnar. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök segja í sameiginlegri yfirlýsingu að hungursneyð breiðist nú út á Gasaströndinni. Á meðal þeirra eru Barnaheill og Læknar án landamæra. Einungis 28 flutningabílar með nauðsynjum komist inn á svæðið á hverjum degi en áætlað er að þurfi sex hundruð slíka á hverjum degi til að bregðast við neyðinni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Þetta segir í tölfræði heilbrigðisráðuneytis Hamas um hungursneyð og vannæringu á Gasaströndinni. Þá séu um 260 þúsund börn undir fimm ára aldri sem þurfa á næringu að halda. Matarskorturinn leiðir til þess að allar nauðsynjavörur hafa hækkað gríðarlega í verði. Samkvæmt BBC kostar pakki með 64 bleyjum 640 sikla eða rúmar 23 þúsund krónur. 25 kílógrömm af hveiti kosta þá 414 sikla eða tæpar 68 þúsund krónur og eitt kílógramm af lauk 24 sikla eða tæpar 3400 krónur. Fleiri en þúsund manns hafa látist í árásum á meðan þau voru í matarleit samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar hjálparstöðvar eru á Gasa þar sem íbúar geta fengið eitthvað matarkyns en Bandaríkjamenn sjá um þær. „Í dag borða ég á sjúkrahúsinu. Þegar ég verð betri, mun ég fara aftur að þessum miðstöðvum sama hvað. Ég er sá eini sem aflar matar fyrir fjölskylduna,“ segir Mohammad al-Qedra sem er meðal þeirra sem særst hafa í árásum Ísraela á hjálparstöðvarnar. Hjálparsamtökin UNRWA segjast þá vera með sex þúsund vörubíla af mat, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum sem standa í bæði Jórdaníu og Egyptalandi. Þau geti ekki afhent íbúum Gasa nauðsynjavörurnar þar sem Ísraelsher komi í veg fyrir það. Herinn neitar hins vegar að hann komi í veg fyrir sendingarnar. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök segja í sameiginlegri yfirlýsingu að hungursneyð breiðist nú út á Gasaströndinni. Á meðal þeirra eru Barnaheill og Læknar án landamæra. Einungis 28 flutningabílar með nauðsynjum komist inn á svæðið á hverjum degi en áætlað er að þurfi sex hundruð slíka á hverjum degi til að bregðast við neyðinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira