Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 14:34 Ályktunin var samþykkt með 71 atkvæði gegn 13. EPA/Abir Sultan Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira