Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 07:00 Evrópumeistarinn Hannah Hampton. Richard Sellers/Getty Images Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira