Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 23:53 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira