Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 23:53 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira