„Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 12:45 Íbúi á Svalbarða sólar sig í hitanum. Norður-Evrópa og norðuheimskautsbaugur hefur mátt þola mikla hitabylgjur upp á síðkastið. Getty Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. The Guardian fjallar um málið. Finnar hafa mátt þola þrjátíu stiga hita þrjár vikur í röð. Finnskir vísindamenn segja hrinuna vera þá lengstu sem mælst hefur frá 1961 og hún sé helmingi lengri en fyrra met. „Sannarlega fordæmalaus hitabylgja er enn í fullum gangi með hámarkshita í dag upp á 32 til 33 gráður,“ sagði Mika Rantanen, veðurfræðingur við Finnsku veðurstofuna, í samfélagsmiðlafærslu á fimmtudag. „Meira að segja Heimskautahéröðin... hafa fengið þrjár vikur yfir 25 gráðum,“ sagði hann. Tugir hitameta í júlí Norska veðurstofan segir þrjátíu stiga hita hafa mælst tólf daga í júlí hjá að minnsta kosti einni veðurstöð í nyrstu sýslum landsins. Þrátt fyrir að hlýja veðrið hafi ferðast norður og austur nýverið á veðurstofan norska von á því að hiti fari aftur upp í þrjátíu stig um helgina. „Það eru hlýir dagar framundan hjá okkur í norður-Noregi,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Noregs. Síðastliðinn júlímánuður var sá þriðji heitasti síðan mælingar hófust 1901 í Noregi. „Óvenjulega hlýtt tímabilið sem við fengum í hluta júlí gerði mánuðinn einn þann hlýjasta sem við höfum skrásett. Aðeins 2018 og 2014 voru hlýrri,“ sagði loftslagsvísindamaðurinn Reidun Gangstø í samtali við NRK. Norskar veðurstöðvar skráðu alls 27 hitamet í júlímánuði þvert á landið. Ekki verið eins heitt í heila öld Svíar glímdu einnig við hitabylgjur alla leið norður í land. Veðurstofan í Haparanda, sem er nálægt landamærunum við Finnland, mældi 25 stig fjórtán daga í röð og í Jokkmokk í Lapplandi entist hitabylgjan í fimmtán daga. „Til að finna lengri tímabil á þessum stöðvum, þarftu að fara meira en öld aftur í tímann,“ sagði Sverker Hellström, vísindamaður við Veðurstofu Svíþjóðar. Hitabylgjur riðu yfir norðurhluta Evrópu um miðjan júlí vegna háþrýstings og heits vatns undan norðurströnd Noregs. Hitinn hefur komið fólki á þessu svæði á óvart en vísindamenn segja að hnattræn hlýnun muni hafa hlutfallslega mest áhrif á Bretland, Noreg og Sviss þegar jörðin hlýnar. Íslendingar fengu hitabylgju í maímánuði sem var sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Svo reið aftur smávægileg hitabylgja yfir landið um miðjan júlí. „Eftir því sem hnattrænni hlýnun vindur fram munu fádæma kröftugar hitabylgja eflast,“ sagði Heikki Tuomenvirta, vísindamaður við Veðurstofu Finnlands. „Þær eiga sér stað oftar, eru kraftmeiri og endast lengur.“ Loftslagsmál Veður Svíþjóð Noregur Finnland Tengdar fréttir Hitamet slegið á Spáni um helgina Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. 29. júní 2025 21:34 Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. 4. júní 2025 13:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
The Guardian fjallar um málið. Finnar hafa mátt þola þrjátíu stiga hita þrjár vikur í röð. Finnskir vísindamenn segja hrinuna vera þá lengstu sem mælst hefur frá 1961 og hún sé helmingi lengri en fyrra met. „Sannarlega fordæmalaus hitabylgja er enn í fullum gangi með hámarkshita í dag upp á 32 til 33 gráður,“ sagði Mika Rantanen, veðurfræðingur við Finnsku veðurstofuna, í samfélagsmiðlafærslu á fimmtudag. „Meira að segja Heimskautahéröðin... hafa fengið þrjár vikur yfir 25 gráðum,“ sagði hann. Tugir hitameta í júlí Norska veðurstofan segir þrjátíu stiga hita hafa mælst tólf daga í júlí hjá að minnsta kosti einni veðurstöð í nyrstu sýslum landsins. Þrátt fyrir að hlýja veðrið hafi ferðast norður og austur nýverið á veðurstofan norska von á því að hiti fari aftur upp í þrjátíu stig um helgina. „Það eru hlýir dagar framundan hjá okkur í norður-Noregi,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Noregs. Síðastliðinn júlímánuður var sá þriðji heitasti síðan mælingar hófust 1901 í Noregi. „Óvenjulega hlýtt tímabilið sem við fengum í hluta júlí gerði mánuðinn einn þann hlýjasta sem við höfum skrásett. Aðeins 2018 og 2014 voru hlýrri,“ sagði loftslagsvísindamaðurinn Reidun Gangstø í samtali við NRK. Norskar veðurstöðvar skráðu alls 27 hitamet í júlímánuði þvert á landið. Ekki verið eins heitt í heila öld Svíar glímdu einnig við hitabylgjur alla leið norður í land. Veðurstofan í Haparanda, sem er nálægt landamærunum við Finnland, mældi 25 stig fjórtán daga í röð og í Jokkmokk í Lapplandi entist hitabylgjan í fimmtán daga. „Til að finna lengri tímabil á þessum stöðvum, þarftu að fara meira en öld aftur í tímann,“ sagði Sverker Hellström, vísindamaður við Veðurstofu Svíþjóðar. Hitabylgjur riðu yfir norðurhluta Evrópu um miðjan júlí vegna háþrýstings og heits vatns undan norðurströnd Noregs. Hitinn hefur komið fólki á þessu svæði á óvart en vísindamenn segja að hnattræn hlýnun muni hafa hlutfallslega mest áhrif á Bretland, Noreg og Sviss þegar jörðin hlýnar. Íslendingar fengu hitabylgju í maímánuði sem var sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Svo reið aftur smávægileg hitabylgja yfir landið um miðjan júlí. „Eftir því sem hnattrænni hlýnun vindur fram munu fádæma kröftugar hitabylgja eflast,“ sagði Heikki Tuomenvirta, vísindamaður við Veðurstofu Finnlands. „Þær eiga sér stað oftar, eru kraftmeiri og endast lengur.“
Loftslagsmál Veður Svíþjóð Noregur Finnland Tengdar fréttir Hitamet slegið á Spáni um helgina Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. 29. júní 2025 21:34 Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. 4. júní 2025 13:26 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Hitamet slegið á Spáni um helgina Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. 29. júní 2025 21:34
Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. 4. júní 2025 13:26