Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Kolbeinn Kristinsson skrifar 10. ágúst 2025 15:55 Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma. Vuk Oskar Dimitrijevic kom Fram í 1-0 á 16. mínútu en Vladimir Tufegdzic jafnaði fjórum mínútum síðar. Kennie Knak Chopart skoraði skrípamark með fermingarbróðurnum og kom Fram í 2-1 á 63. mínútu en Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði fjórum mínútum síðar. Sigurmarkið skoraði síðan Gunnar Jónas Hauksson á þriðju mínútu í uppbótatíma við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Sigurinn kemur Vestra upp fyrir Fram og upp í fjórða sæti deildarinnar. Frekar umfjöllun um leikinn kemur inn á Vísi innan skamms. Besta deild karla Vestri Fram Íslenski boltinn Fótbolti
Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma. Vuk Oskar Dimitrijevic kom Fram í 1-0 á 16. mínútu en Vladimir Tufegdzic jafnaði fjórum mínútum síðar. Kennie Knak Chopart skoraði skrípamark með fermingarbróðurnum og kom Fram í 2-1 á 63. mínútu en Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði fjórum mínútum síðar. Sigurmarkið skoraði síðan Gunnar Jónas Hauksson á þriðju mínútu í uppbótatíma við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Sigurinn kemur Vestra upp fyrir Fram og upp í fjórða sæti deildarinnar. Frekar umfjöllun um leikinn kemur inn á Vísi innan skamms.