Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun