Fótbolti

Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson fagnar marki sínu fyrir Samsunspor í umspili Evrópudeildarinnar í kvöld en liðsfélagarnir eru mjög ánægðir með hann.
Logi Tómasson fagnar marki sínu fyrir Samsunspor í umspili Evrópudeildarinnar í kvöld en liðsfélagarnir eru mjög ánægðir með hann. Getty/Recep Bilek

Íslensku landsliðsmennirnir Logi Tómasson og Albert Guðmundsson voru báðir á skotskónum með liðum sínum í umspili Evrópukeppnanna tveggja í kvöld. Úrslit liða þeirra voru þó ólík.

Logi kom tyrkneska félaginu Samsunspor yfir í leik á móti gríska liðinu Panathinaikos á útivelli í umspili Evrópudeildarinnar. Það dugði þó ekki til. Mark Loga kom á 51. mínútu en Grikkirnir skoruðu tvö mörk eftir það og tryggðu sér 2-1 sigur.

Sverrir Ingi Ingason var á varamannabekk Panathinaikos í kvöld. Logi lék allan leikinn.

Seinni leikurinn er á heimavelli tyrkneska liðsins og þetta því ekki slæm úrslit en þetta leit auðvitað mjög vel út þegar Logi kom þeim yfir.

Albert Guðmundsson var meðal markaskorara Fiorentina í 3-0 útisigri á Polissya Zhytomyr frá Úkraínu í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Moise Kean lagði upp tvö mörk á fyrstu 32. mínútunum en fékk svo rautt spjald fyrir olnbogaskot á 44. mínútu. Fiorentina spilaði manni færri eftir það en Albert innsiglaði sigurinn á 69. mínútu og var svo tekinn af velli mínútu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×