Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 07:30 Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun