Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“ Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“
Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira