Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum. Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Frederiksen greindi frá þessu í morgun. „Við getum ekki breytt þessu. En við getum axlað ábyrgð. Þess vegna vil ég gjarnan, fyrir hönd Danmerkur, biðjast afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Afsökunarbeiðnin er send út fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands, Naalakkersuisut. Danskir og grænlenskir fjölmiðlar hafa á síðustu árum fjallað mikið um Lykkjumálið svokallaða sem snýr að því að lykkjur hafi um árabil verið settar upp í fjölmargar grænlenskar konur og stúlkur, allt niður í þrettán ára, og að þeim óafvitandi og án samþykkis. Var þetta gert í þeim tilgangi að hefta fólksfjölgun á Grænlandi. Forsætisráðherrann danski biðst í yfirlýsingunni afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, biðst svo afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir það. „Við viðurkennum að lykkjumálið hefur valdið mikilli reiði og sorg hjá fjölmörgum Grænlendingum og mörgum fjölskyldum á Grænlandi,“ segir í yfirlýsingu Frederiksen. Á vef DR segir að þetta hafi sérstaklega flest málin hafi komið upp á sjöunda og áttunda áratugnum. Danska ríkisstjórnin hóf opinbera rannsókn á málinu árið 2022 og átti henni að ljúka í síðasta lagi fyrir 1. september í ár. Alls hafa 143 grænlenskar konur höfðað mál á hendur danska ríkinu vegna málsins og farið fram á 43 milljónir danskra króna í skaðabætur vegna þess sem þær lýsa sem brot á mannréttindum sínum.
Grænland Danmörk Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir 143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
143 grænlenskar konur stefna danska ríkinu Hundrað fjörutíu og þrjár grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu og farið fram á skaðabætur í lykkjumálinu svokallaða. Konurnar telja danska ríkið hafa brotið á mannréttindum þeirra og fara fram á skaðabætur upp á 300 þúsund danskar krónur hver, um sex milljónir íslenskra króna. 4. mars 2024 07:40
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00