Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 08:02 Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Slökkvilið Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun