Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar 1. september 2025 11:03 Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar