Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. september 2025 09:15 Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Vinstri græn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun