Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar 2. september 2025 15:31 Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Píratar Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Mjóddina Fyrstu tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd voru lagðar fram í janúar 2016. Tillöguflutningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málefnið hefur síðan þá verið stöðugur og reglubundinn, sjá til dæmis afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023, umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024 og 19. mars 2025, sem og afgreiðslu íbúaráðs Breiðholts 21. ágúst 2024. Tillögur um málefnið, sem eiga rætur sínar að rekja til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa dagað uppi í rangölum borgarkerfisins. Frasadrottning pírata lætur til sín taka Núverandi oddviti pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, hefur setið í borgarstjórn síðan 2018. Undanfarin þrjú ár hefur hún gegnt embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í skjóli sinnar stöðu hefur Dóra Björt meðal annars stutt dýrar fjárfestingar í torgum í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að hefja kostnaðarsama umbreytingu á Kvosinni. Þessi forgangsröðun varpar ljósi á gildi Dóru Bjartar sem stjórnmálamanns og fyrir hvað píratar standa. Á sama tíma hefur fjölfarnasta skiptistöð landsins, í Mjóddinni, verið látin grotna niður. Það er því kúnstugt að lesa sér til um viðbrögð Dóru Bjartar vegna gagnrýni sem ég hef beint að borgaryfirvöldum útaf ástandinu í Mjódd (sjá hér) en oddviti pírata sagði meðal annars (sjá hér): „Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Svo mörg voru þau orð. Orðasalatið vantar ekki hjá frasadrottningu pírata. Á meðan mega notendur skiptistöðvarinnar í Mjódd og íbúar Breiðholts horfa upp á ástand sem er til skammar. Það ástand varð ekki til í gær, það hefur verið viðvarandi í þann áratug sem píratar hafa átt þátt í að stjórna borginni. Lokaorð Reykjavíkurborg hefur alla burði til að hafa framúrskarandi rekstur, meðal annars að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd sé til sóma. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að skipta um pólitíska forystu í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun