Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 3. september 2025 09:31 Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar