Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 5. september 2025 17:31 Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Samningurinn leggur áherslu á að breyta þurfi samfélaginu og endurhugsa kerfi þess til að mæta þörfum fatlaðs fólks – ekki öfugt. Í umræðunni um skóla án aðgreiningar og inngildandi nám hefur þessi grundvallarhugsun því miður glatast. Skóli án aðgreiningar snýst ekki um það eitt að fötluð börn sæki almennan skóla. Skóli án aðgreiningar krefst þess að skólakerfið sé hannað með fjölbreytileikann í huga: að viðeigandi stuðningur sé til staðar, fagleg þekking sé tryggð, mannauður vel nýttur og að kerfið sé sveigjanlegt til að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa og eiga rétt á. Skóli án aðgreiningar er ekki markmið í sjálfu sér – hér er um að ræða aðferð til að stuðla að því að öll börn njóti sambærilegra réttinda og tækifæra. Sífellt oftar má heyra þá skoðun að skóli án aðgreiningar hafi mistekist og betra sé að hverfa frá þessari stefnu. Þetta er misskilningur. Staðan er sú að innleiðingu skóla án aðgreiningar hefur ekki fylgt nógu fjármagn og einnig hefur verið lagður mismunandi skilningur í hugtakið. Þá hefur verið vöntun á skýrari leiðsögn um framkvæmdina og eftirliti og mati á árangri. Mörg dæmi er um að vel sé að málum staðið í mörgum skólum, en betur má ef duga skal. Þegar stjórnvöld og sveitarfélög ákveða að fjárfesta ekki í nauðsynlegum stuðningi, þegar kennarar fá ekki þau verkfæri sem þarf, þegar foreldrar þurfa að berjast í sífellu fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna – þá bregst samfélagið fötluðum börnum. Hér að neðan er tékklisti sem stjórnvöld og sveitarfélög geta haft að leiðarljósi til að skóli án aðgreiningar standi undir nafni: Auka skilning á hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar og inngildandi skólastarfi. Auka fjármagn til málaflokksins. Fjölga stöðugildum kennara, og fagaðila eins og þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl. Auka þverfaglega samvinnu, eins og kveðið er á um í lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Útrýma biðlistum eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir öll börn. Umboðsmaður barna sendir reglulega frá sér upplýsingar um bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn, en langir biðlistar hafa verið viðvarandi vandamál í langan tíma. Hér eru nokkur dæmi um fjölda á biðlista (uppfærðar tölur af vef Umboðsmann barna frá 3. mars. 2025) https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1 Geðheilsumiðstöð barna – 2093 börn á biðlista Ráðgjafa- og greiningarstöð – 644 börn á biðlista Heyrna og talmeinastöð – 132 börn á biðlista Talmeinafræðingar – 3701 börn á biðlista Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er einföld: Viljum við raunverulega samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum? Ef svarið er já, þá þurfum við að breyta skólakerfinu – jafnvel umbylta því – og setja mannréttindi og fjölbreytileika í forgrunn. Um það snýst skóla án aðgreiningar. Þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við sem samfélag okkur öllum til heilla (og farsældar). Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, og Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun