Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar 7. september 2025 16:00 Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Kjarnorka Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Af hverju erum við enn á lífi? Þessi spurning leitar á mann þegar maður hugsar um hversu ótrúlega nálægt við höfum verið því að eyða okkur sjálfum. Það var a.m.k. tvisvar sem mannkynið stóð á barmi kjarnorkustríðs, en kannski oftar, við vitum það ekki fyrir víst. Í seinna skiptið var það einn einstaklingur, bjargvættur, sem tók afgerandi ákvörðun um að gera ekki neitt. Og fyrir það ættum við allir, vanmáttugir almúgamenn, að vera þakklátir. Það eitt að Rússland eigi yfir 6.000 kjarnorkusprengjur er ekki bara óhugnanlegt, heldur dálítið fyndið í ljósi þess að við teljum okkur geta haft einhver áhrif á slíka ógnarstjórn. Þetta er hreint mikilmennskubrjálæði. Hugsið ykkur þetta: Við, Íslendingar norður í Atlantshafi, með okkar 370.000 hræður, sem er vart meira en meðalstórt þorp annars staðar, erum eins og lítill gjammandi Chihuahua-hundur sem er að pirra stóran, sársvangan og úrillan grábjörn sem er að vakna eftir vetrardvala. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Björninn þarf bara að slá hraminum einu sinni frá sér og þá er út um Chihuahua-hundinn í eitt skipti fyrir öll. Við höfum ekki einu sinni flugur til að senda í hann, hvað þá kjarnorkuvopn. Slysin hafa gerst og geta gerst aftur. Blessuð sé minning Stanislav Petrov, liðsforingja í sovéska hernum, sem bjargaði heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði árið 1983. Í hinu stóra samhengi var hann eins og maurinn í moldinni. Hann hunsaði viðvörun tækja sinna og fór eftir eigin sannfæringu. Honum fannst ólíklegt að aðeins fimm flugskeyti væru á leiðinni. En hvað ef bilunin hefði sýnt 100 flugskeyti á radarnum? Hefði hann þá tekið sömu ákvörðun? Við, litli almúginn, vitum það ekki. En hann gerði það ekki, og fyrir það ætti heimsbyggðin að minnast hans á hverju ári til að muna hversu stutt við erum frá því að tortíma okkur sjálfum vegna heimsku okkar. Hættulegur heimur Á gervigreindaröld gæti svona ástand komið upp aftur. Mun það þá vera einhver lítill maur í moldinni sem tekur fram fyrir tölvuna? Maður spyr sig, við hin sem erum rétt svo fær um að setja saman Ikea-húsgögn. Það eru yfir 12.000 kjarnorkusprengjur í heiminum, flestar í eigu Rússlands og Bandaríkjanna. Leiðtogarnir í þeim löndum eru ekki beint áræðanlegustu leiðtogar heimsins. Það þarf ekki einu sinni að vera gamall maður heldur getur verið ungur og óútreiknanlegur foringi, eins og í Norður-Kóreu sem á greinilega við stórmennskubrjálæði að stríða og það sorglega er að þjóðin fylgir honum í einu og öllu sem guðlegri veru. Hvað ef þeir misreikna sig eða verða fyrir heilabilun? Það virðist vera þannig að það fari eftir veðri hvernig þeir fara fram úr á hverjum degi og við þurfum að haga okkur eftir því, restin í heiminum. Með þessum fjölda gereyðingarvopna væri hægt að sprengja allar borgir á jörðinni og gera hana óbyggilega í þúsundir ára. Það er jafnvel talið að einn kjarnorkukafbátur, sem lúrir kannski einhvers staðar í Atlantshafinu, búi yfir nógu mörgum og kraftmiklum sprengjum til að eyða hálfri jörðinni. Hér er listi yfir þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, fyrir utan Rússland og Bandaríkin: Kína: 600 Frakkland: 290 Bretland: 225 Indland: 180 Pakistan: 170 Ísrael: 90 Norður-Kórea: 50 Þótt kjarnorkuvopnum hafi fækkað erum við aldrei nær því að setja af stað kjarnorkustríð. Það er í raun á valdi örfárra einstaklinga í heiminum að gjöreyða honum, hvort heldur þeir komi úr vestri eða austri. Við, sem höfum enga stjórn á þessari geðveiki, getum aðeins horft á. Það munaði afskaplega litlu í Kúbudeilunni á sínum tíma og svo var það Stanislav sem einn einstaklingur tók afgerandi ákvörðun um að bjarga heiminum. Hvað vitum við? Er til John Smith í Bandaríkjunum eða Li Wei Fang í Kína sem hefur gert það sama og Stanislav, en við munum aldrei fá að vita um það til að halda valdajafnvæginu í heiminum? Hver er með mikilmennskubrjálæði hérna? Væri ekki nær að horfa til hagsmuna eigin þegna í stað þess að hervæða önnur lönd? Það er nóg að taka til hendinni hér heima; búa gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld, styrkja barnafjölskyldur þannig að börnin þeirra geti stundað heilbrigðar tómstundir, svo eitthvað sé nefnt, og styrkja stoðþjónustukerfið okkar: Menntun, félagslega kerfið, samgöngur, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og fleira. Kannski er það svo að það megi fórna minni hagsmunum fyrir meiri og við verðum að horfast í augu við það að vægi okkar í stóra samhenginu þegar kemur að því að leysa Úkraínustríðið er sama og ekkert. Að halda annað er ekkert nema mikilmennskubrjálæði. Höfundur er miðflokksmaður og áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar