Fótbolti

Þurfti þrjú spor eftir á­rekstur við rútu lands­liðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haaland eftir áreksturinn.
Haaland eftir áreksturinn. Snapchat

Landsleikjahléið gengur ekki áfallalaust fyrir sig hjá Erling Haaland, einum besta framherja heims. Hann þurfti að láta sauma þrjú spor eftir að reka andlit sitt í hurðina á rútu norska landsliðsins.

Hinn 25 ára gamli Haaland hefur skorað 42 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Noreg og stefnir eflaust á að bæta við þann fjölda gegn Moldóvu í undankeppni HM 2026 annað kvöld. Um tíma var hins vegar efast um þátttöku framherjans kraftmikla eftir að hann þurfti að láta sauma þrjú spor í andlit sitt.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist en Haaland sjálfur birti tvær myndir af sér á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Undir þeirri fyrri stendur hreinlega „Góðan daginn,“ og svo má sjá mynd af honum með skeifu á sjúkrabekk norska landsliðsins. Reikna má með að það hafi verið stuttu eftir að atvikið átti sér stað enda Haaland enn í æfingafatnaði norska landsliðsins.

Á síðari myndinni sem hann birti segist hann hafa þurft þrjú spor eftir að hafa rekið andlitið í hurðina á rútu landsliðsins. Engar frekari upplýsingar um atburðarásina fylgja né hvernig hurð rútunnar hefur það.

Haaland hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað þrjú mörk í fyrstu þremur deildarleikjum Manchester City. Einnig skoraði hann sigurmark Noregs í 1-0 sigrinum á Finnlandi á fimmtudaginn var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×