Fótbolti

Sví­þjóð fetaði í fót­spor Ís­lands og tapaði í Kó­sovó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vedat Muriqi fór illa með sænsku vörnina.
Vedat Muriqi fór illa með sænsku vörnina. EPA/GEORGI LICOVSKI

Líkt og Ísland gerði í mars á þessu ári þá tapaði Svíþjóð þegar lærisveinar Jon Dahl Tomasson sóttu Kósovó heim í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Kósovó byrjaði B-riðil undankeppninnar á 4-0 tapi fyrir Sviss á meðan Svíþjóð gerði 2-2 jafntefli við Slóveníu. Það var því búist við sigri gestanna í kvöld en annað kom á daginn.

Elvis Rexhbecaj kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og hinn 194 sentimetra hái Vedat Muriqi tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleik lauk. 

Svíar bættu í sóknina í síðari hálfleik en höfðu ekki erindi sem erfiði þó svo að Lindon Emerllahu hafi fengið tvö gul spjöld undir lok leiks og heimamenn manni færri. Lokatölur 2-0 Kósovó í vil og hinn danski Jon Dahl valtur í sessi eftir slæma byrjun.

Heimamenn fagna.EPA/GEORGI LICOVSKI

Á sama tíma vann Sviss þægilegan 3-0 sigur á Slóveníu. Nico Elvedi, Breel Embolo og Dan Ndoye með mörkin.

Í C-riðli vann Danmörk frábæran 3-0 útisigur á Grikklandi þökk sé mörkum Mikkel Damsgaar, Andreas Christensen og Rasmus Höjlund.

Sóknarleikur Danmerkur blómstraði.EPA/Liselotte Sabroe

Skotland vann þá 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Che Adams með fyrra markið á meðan það síðara var sjálfsmark Zakhar Volkov.

Eftir markalaust jafntefli í 1. umferð undankeppninnar eru Danmörk og Skotland með 4 stig hvort. Grikkland er með 3 stig á meðan Hvíta-Rússland er án stiga.

Önnur úrslit

  • Króatía 4-0 Svartfjallaland
  • Gíbraltar 0-1 Færeyjar
  • Ísrael 4-5 Ítalía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×